JÚLÍ SLAMM HJÓLABRETTAKEPPNIN / TVEIR MIÐAR Á DEW TOUR AM SERIES Í AMSTERDAM

0

DSC1812-2

Hjólabrettakeppnin Júlí Slamm verður haldin í þriðja sinn þann 25. Júlí næstkomandi en þetta er án efa stærsta hjólabrettakeppni ársins! Íþróttafélagið Jaðar og Mohawks standa að keppninni og er hún Fueled By Mountain Dew. Keppt verður í þremur flokkum fjórtán ára og yngri, fjórtán til sautján ára og átján ára og eldri en í þeim flokki er það sem kallast “Invite only“ eða boðsgestir eingöngu.  (Ef þú telur þig eiga erindi í keppnina en ert ekki boðinn hafðu þá samband við Mohawks á Facebook)

DSC2208-2

Keppnin fer fram í hjólabrettagarðinum í Laugardalnum og óhætt er að segja að í ár verður keppnin hin glæsilegasta! Ýmislegt verður í boði og þar á meðal verður plötusnúður á staðnum til að halda stemmingunni uppi en mikil leynd hvílir yfir hver það er.

DSC2105-2

Verðlaunin í ár eru svo sannarlega ekki af verri endanum, en eins glæsileg verðlaun hafa ekki sést á klakanum áður! Tveir miðar í Dew Tour Am Series í Amsterdam og að sjálfsögðu er flug og gisting innifalin! Það er til mikils að vinna!

„Ég, Mountain Dew á Íslandi og Ölgerðin höfum unnið að þessu í þrjú ár og loksins er þetta orðið að veruleika! Við höfum alltaf viljað koma þessu íþróttafólki út að keppa í BMX, hjólabrettum og fleira og nú er það orðið að veruleika. Þetta getur opnað stórar dyr fyrir þá sem hreppa miðana. Þessi litli neisti gæti orðið að mjög stóru báli!“Alexander “Lexi“ Kárason. Formaður Íþróttafélagsins Jaðar.

DSC1909

Sá sem hreppir fyrsta sætið í flokki átján ára og eldri fær einn miða á keppnina í Amsterdam en einnig velur dómnefndin svokallað Wildcard eða þann sem þeim finnst hafa skarað fram úr og fær hann því miða númer tvö.

Drífið ykkur út í næstu 10-11 verslun, kaupið ykkur Mountain Dew og þú gætir verið á leiðinni á Dew Tour Am Series keppnina sem áhorfandi, en tveir slíkir miðar eru í boði!

DSC1713-2

Dew Tour Am Series í Amsterdam fer fram dagana 29 – 30 ágúst næstkomandi. Það verður mjög gaman að fylgjast með okkar mönnum á erlendri grundu. Koma svo Ísland!

Júlí Slamm er frá kl: 13.00 – 18.00 þann 25.07.2015 í Laugardalnum.

Albumm.is kvetur alla til að mæta!

Frekari upplýsingar hér: https://www.facebook.com/groups/136931753055980/permalink/844943318921483

Skráning er hafin hér: https://www.facebook.com/MountainDewIceland?v=app_491964740961609&app_data=referer_override%3Dhttps%253A%252F%252Fwww.facebook.com%252F

 

 

 

Comments are closed.