JÚLÍ SLAMM ER Á LAUGARDAGINN

0

skate 3

Nú er Júlí Slamm á laugardaginn og er allt að verða klárt fyrir stærsta skatemót landsins! Það eru Mountain Dew á Íslandi, Mohawks og Íþróttafélagið Jaðar sem standa að mótinu. Keppnin fer fram í skateparkinu í Laugardalnum og má búast við frábærri stemningu.

skate 2

skate 4

Kept verður í þrem flokkum: fjórtán ára og yngri, fjórtán ára til sautján ára og átján ára og yfir. Vegleg verðlaun verða veitt í öllum flokkum en það má segja að aðal verðlaunin verða í flokki átján ára og eldri. Tveir miðar á Dew Tour Am Series í Amsterdam ásamt flugi og gistingu! Það er sko til mikils að vinna.

Albumm.is hvetur alla til að mæta!

Skráning stendur yfir á: https://www.facebook.com/MountainDewIceland

 

 

 

 

Comments are closed.