„Júlí er tileinkað Særúnu Leu, fallegu systur okkar“ – Nýtt lag frá Klassart

0

Ljósmynd: Surmelism.

 

Hljómsveitin Klassart var að gefa út nýtt lag sem ber heitið „Júlí.” Lagið átti upprunalega að koma út á þriðju plötu Klassart Smástirni sem kom út árið 2014 en var ekki klárt í tæka tíð fyrir útgáfu. Fjórum árum seinna var lagið tekið upp hjá Kidda í Stúdeó Sýrlandi og leit svo dagsins ljós á síðasta degi júlímánaðar 2018.

Ljósmynd: Maxime Lelong.

Kristinn Sturluson og Smári Guðmundsson sáu um upptökustjórn og hljóðblöndun. Trommur var í höndum Kristins Sturlusonar. Önnur hljóðfæri: Smári Guðmundsson. Söngur: Fríða Dís Guðmundsdóttir. Upptökur fóru fram í Stúdeó Sýrlandi.

„Júlí“ er tileinkað Særúnu Leu, fallegu systur okkar segja sveitarmeðlimir í lokinn!

Klassart kemur fram á:

Menningarveisla Sólheima. 18. ágúst. kl.14:00.

Sandgerðisdagar. Sagnakvöld. 23. ágúst. kl.20:00.

Skrifaðu ummæli