JÓNSSON/GRÖNDAL QUINTET Á TÓNLEIKUM MÚLANS

0
Það er komið að síðustu tónleikum sumartónleikaraðar Múlans á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu, í kvöld miðvikudag 2. ágúst. Á tónleikunum kemur fram Jónsson/Gröndal Quintet. Saxófónleikararnir Haukur Gröndal og Ólafur Jónsson hafa starfrækt hljómsveitina með hléum frá árinu 2001. Á þessum tónleikum mun kvintettinn leika fjölbreytta tónleikadagskrá verka sem áður hafa verið á dagkrá hljómsveitarinnar, m.a. frumsamið, Cannonball, Tristano og Henderson. Ásamt þeim koma fram píanóleikarinn Agnar Már Magnússon, bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore sem leikur á trommur.
Jazzklúbburinn Múlinn snýr aftur með spennandi haustdagskrá í lok september. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is
Múlinn er á sínu 21. starfsár en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóðnum og SUT sjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.

Skrifaðu ummæli