JÓNSSON & MORE TRÍÓIÐ HELDUR TÓNLEIKA Í MENGI FÖSTUDAGINN 20. MAÍ

0

mengi

Jónsson & More tríóið heldur tónleika í Mengi, Óðinsgötu 2, föstudaginn 20. maí sem hefjast kl. 21:00. Tríóið sem hefur verið starfrækt frá árinu 2008 fagnaði útgáfu sinnar fyrstu geislaplötu, No Way Out, á Jazzhátíð Reykjavíkur á síðasta ári. No Way Out hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda víða um heim, en platan inniheldur frumsamda tónlist meðlima tríósins, nútíma jazztónlist allt frá frjálsum spuna til lagrænna og íhugulla tónsmíða sem vonandi snerta við áheyrandanum.

mengi1

Tríóið hefur fengið frábæra dóma hérlendis og erlendis:

„4 stjörnur. Ef ég ætti að velja íslenska skífu ársins fyrir harðkjarnajazzunnandann væri það þessi. Skelltu henni undir geislann og þú ert kominn í jazzklúbbinn.“ – Vernharður Linnet, Morgunblaðið 12. nóvember 2015.

„Þetta er jazz án innantóms skrauts. Þessi geisladiskur kynnir fyrir okkur og fær okkur til að meta heilstæða og samstillta hljómsveit sem forðar okkur frá klisjum markaðarins, leitar fremur leiða til að fara áfram persónulegan veg, án þess þó að fara í allt of framúrstefnuleg fótspor.“ – Ítalskt vefrit, jazzconvention.net, 7. desember 2015.

„4/6 stjörnur. Jónsson & More deila auðveldlega með þér því sem þeir elska: jazz og hafa gaman af því í leiðinni.“ – Þýskt vefrit. Nordiche-musik.de, október 2015.

„Þó að hljómsveitin hafi verið starfrækt frá 2008 þá get ég fullyrt að þessi plata er biðarinnar virði.“ – Bandarískt vefrit. Nordicspotlight.com, 14. ágúst 2015.

Tríóið hyggst leika blöndu af tónlist af disknum ásamt því að frumflytja nýja tónlist fyrir áheyrendur. Meðlimir tríósins eru bræðurnir Ólafur Jónssón saxófónleikari og Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari ásamt bandaríska trommuleikaranum Scott McLemore.

Comments are closed.