JÓNSI ÚR SIGUR RÓS OG SIN FANG Í NÝJU LAGI ALEX SOMERS

0

sommm

Tónlistarmaðurinn Alex Somers hefur verið talsvert áberandi í íslensku tónlistarlífi svo árum skiptir en hann er oft nefndur í sama andardrætti og hljómsveitin Sigur Rós. Fyrir nokkrum árum sendi Alex frá sér plötuna Riceboy Sleeps ásamt Jónsa söngvara Sigur Rósar, en saman skipa þeir dúóið Jónsi & Alex.

somers 2

Alex Somers semur tónlistina við nýjustu mynd stórleikarans Viggo Mortensen Captain Fantastic, en lagið „Funeral Pyre“ kom út í gær og er það einmitt tekið úr fyrrnefndri bíómynd. Jónsi úr Sigur Rós og Sindri Már Sigfússon (Sing Fang) ljá laginu rödd sína og er lagið afar fallegt.

somers

Mikil eftirvænting er eftir myndinni og óhætt er að segja að tónlistin mun spila þar ansi stórt hlutverk. Gott er að skella á sig heyrnatólum og láta hugann reyka.

Ingibjörg Birgisdóttir á heiðurinn af myndbandinu.

Comments are closed.