JÓNSI, TOM HANKS OG EMMA WATSON SLÁ SAMAN STRENGI

0

Jón Þór Birgisson eða Jónsi eins og hann er iðulega kallaður kannast flestir við úr hljómsveitinni Sigur Rós en hann var að senda frá sér lagið „Simple Gifts.“ Lagið er samið fyrir stórmyndina The Circle en stórleikararnir Tom Hanks og Emma Watson fara með aðalhlutverkið.

Danny Elfman sér um alla tónlistina í myndinni fyrir utan Simple Gifts en hann hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir eins og Good Will Hunting, Silver Lining Playbook og Corpse Bride svo fátt sé nefnt. Óhætt er að segja að Jónsi sé hér í góðum félagsskap en mikil spenna er fyrir myndinni!

Skýrt var frá þessu á vefsíðunni Pitchfork en hægt er að hlusta á lagið hér.

Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr kvikmyndinni The Circle.

Skrifaðu ummæli