JÓNAS STEFÁNSSON

0

10995396_10152774571791272_3698755795476669240_n

Jónas Stefánsson er 27 ára jaðaríþróttamaður en hann stundar meðal annars Skíði, Snjóbretti, Motorcross og Hjólabretti svo fátt sé nefnt. Jonni eins og hann er kallaður er menntaður Margmiðlunarfræðingur en er einnig leiðsögumaður og hefur hann undanfarin ár starfað sjálfstætt undir nafninu Jonni Productions. Albumm náði tali af kappanum og sagði hann okkur frá öllum þeim íþróttum sem hann stundar, Nitro Circus ferðinni á dögunum og hvað er framundan.


Hvenær byrjaðir þú að hafa áhuga á Extreme Sports ef svo má kallast?

Ég byrjaði á skíðum eins árs svo ætli ég hafi ekki bara verið ennþá í bleyjunni, það var aldrei mikill áhugi hjá mér fyrir “hefðbundnum” íþróttum þrátt fyrir að ég hafi nánast prófað að æfa þær allar. Það er mikill áhugi fyrir útivist í fjölskyldunni minni og margir sem eru í einhverju “extreme” sporti.

11043007_10152664789021272_6847690328276992919_n

Hvað stundarðu margar íþróttir?

Skíði, snjóbretti, snjósleða, motocross, enduro, fjallahjól, götuhjól, hjólabretti, surfbretti, klifur og svo spila ég fótbolta einu sinni í viku.

Hvað þykir þér skemmtilegast af þessu?

Það er ómögulegt að segja, það fer bara eftir veðri og aðstæðum hvað er skemmtilegast að gera, sumar eða vetur, allavega alltaf eitthvað í boði !

1908379_10152823851611272_4154161291162726141_n - Copy

Hvernig er að vera sörfari á Íslandi?

Ég er nú bara alger byrjandi ennþá, byrjaði að fikta við þetta 2008 og mætti alveg vera duglegri að stunda brimbrettareiðina! En þetta er alveg hrikalega gaman, að vera úti í ísköldum sjónum og jafnvel með snævi þakin fjöll í kringum sig er talsvert meiri upplifun en að svamla við einhverja sólarströnd þrátt fyrir að það sé reyndar aðeins þægilegra.

11080895_10152711195011272_4182914910305204845_n

11091469_10152711287676272_276350186962505724_n

Hvernig hefuru tíma fyrir þetta allt?

Ég veit það ekki, ætli það sé ekki bara áhuginn sem drífur mann áfram og þá býr maður sér til tíma. Þó það kosti stundum næturbrölt á skrifstofunni til að geta borgað reikningana þá er það vel þess virði til að geta verið einhversstaðar úti að leika sér inná milli.

11203184_10152824344101272_7239546582542175146_n

Ef maður skoðar fésbókina þína þá ertu alltaf að og út um allt, er það þannig?

Tjahh, já ætli það ekki bara…

983779_10152302638936272_2156095116650942521_n - Copy

Hefurðu endalausa orku?

Mér finnst þessi spurning koma ótrúlega oft upp… en ég veit það ekki, það er bara svo gaman að lifa og leika sér!

11147576_10152762210866272_780422248903275848_n

Þú varst að koma frá útlöndum, hvað varstu að gera þar?

Jú, ég skrapp til Köben í nokkra daga með 15 manna hóp af félögum og tilefnið var að fara á sýningu með Nitro Circus. Þessi ferð var alveg geggjuð, mikið um almenna vitleysu eins og við var að búast með þennan hóp í kringum sig og svo var sýningin alveg geggjuð, þetta eru náttúrulega bara Harlem Globetrotters jaðaríþrótta þarna á ferð!

köben

Hvað er best við að stunda þessar íþróttir og búa á Íslandi?

Ísland býður bara uppá svo margt í tengslum við jaðaríþróttir, snjórinn, fjöllin, sjórinn og svo auðvitað bara náttúran hér. Það er líka frekar stutt að fara ef þú ert að sækjast eftir einhverjum sérstökum aðstæðum, ég veit að Íslendingum finnst svo langt að keyra frá Reykjavík til Akureyrar en úti í heimi er fólk að ferðast mörg þúsund kílómetra bara til þess að komast í snjó. Ég hef verið frekar heppinn og náð að ferðast víða um heiminn og samt er Ísland alltaf jafn magnað, ég held að margir fatti ekki hvað við erum heppin að búa á þessum stað.

11393074_10152866269421272_2275706327865200390_n

Hvað er á döfinni?

Það er góð spurning, hér fyrir norðan eru fjöllin enn á kafi í snjó svo planið er að nota sleðann eitthvað um helgina og svo er maður á fullu að hjóla þessa dagana bæði á götu og fjallahjóli til að vera klár í WOW Cyclothon-ið í lok júní. Svo reynir maður bara að ferðast og lifa lífinu eins mikið og hægt er í sumar!

11034185_10152661654446272_5673181805445796667_n

11350655_10152839962146272_1127161122140321546_n

Jonni vill þakka sponsorum sínum sem eru: FXR Racing, Pedromyndir, Whitedot Skis, Mohawks og Sportver.

VEFSÍÐUR AUGLÝSINGAR GRAFÍK LJÓSMYNDUN KVIKMYNDUN
NAS STEFÁNSSON

MARGMIÐLUNARFRÆÐINGUR

SÍMI 771 8024

PÓSTUR JONNI@JONNI.IS

SÍÐA WWW.JONNI.IS

jp-logo-trans-200px

 

 

 

 

Comments are closed.