JÓNAS SIG OG RITVÉLAR FRAMTÍÐARINNAR Á FERÐ OG FLUGI

0

jonas

Jónas Sig Og Ritvélar Framtíðarinnar þarf vart að kynna fyrir landanum en sveitin er heldur betur á ferð og flugi þessa dagana. Sveitin spilaði fyrir fullu húsi á Kaffi Rósenberg þann 16. og 17. Október og færri komust að en vildu.
Þann 30. Október verður sveitin á Kaffi Rauðku á Siglufirði, 31. Október á Græna Hattinum á Akureyri en þar verða tvennir tónleikar vegna mikillar eftirspurnar hinsvegar kl 20:00 og annarsvegar kl 23:00. Einnig leikur sveitin í Frystiklefanum Rifi um helgina.

jonas 2
Jónas Sig Og Ritvélar Framtíðarinnar sló heldur betur í gegn með lögum eins og „Hamingjan Er Hér“ og „Hafið Er Svart“ en þessi lög hafa skapað sér sess í hjörtu landsmanna og ætti því enginn að láta þessa tónleika framhjá sér fara!

Comments are closed.