JÓN ÓLAFSSON OG FUTUREGRAPHER SENDA FRÁ SÉR NÝTT MYNDBAND VIÐ LAGIÐ „SÁLMUR“

0

eitt 2

Jón Ólafsson og Futuregrapher sendu frá sér plötuna Eitt á seinasta ári og fékk hún glymrandi viðtökur og var á mörgum listum yfir ein af bestu plötum 2015. Það má segja að Jón og Árni Grétar (Futuregrapher) hafi brotið blað í Íslenskri tónlistarsögu en aldrei fyrr hefur Ambient plata fengið eins mikla athygli og Eitt. Virkilega flott plata í alla staði!

eitt

Eitt lagið á plötunni nefnist „Sálmur“ en glænýtt myndbandsverk við lagið leit dagsins ljós í gær. Skúli Jónsson vinnur alfarið myndbandsverkið en það er hið glæsilegasta og passar afar vel við tónlistina.

Comments are closed.