Jón Jónsson og Friðrik Dór æfðu nútímadans í 4 daga

0

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson var að senda frá sér glænýtt myndband við lagið, „Dance With Your Heart.“ Myndbandið er leikstýrt af Frey Árnasyni og er það tekið upp í einni töku í húsakynnum Rúv.

Nokkuð mikið var lagt á sig fyrir þetta myndband en þeir bræður Friðrik Dór og Jón Jónsson æfðu nútímadans í 4 daga undir stjórn Erlu Ruthar Mathiesen fyrir dansatriðið.  Jón hikaði ekki við að raka af sér hárið og Friðrik setti upp glæsilega hárkollu. Sjón er sögu ríkari!!

Skrifaðu ummæli