JÓLIN KOMA MEÐ HELGU

0

Jólin koma með Helgu Vol.6, safnskífu Möller Records. Þetta er, eins og nafnið gefur til kynna, sjötta safnskífan frá Möller Records en á plötunni eru að finna 15 lög með jafn mörgum listamönnum. Platan endurspeglar vel þá grósku sem er í íslenskri raftónlist og markar lokin á viðburðarríku ári hjá Möller Records en alls voru útgáfurnar 15 á árinu.

Listamenn sem eiga lög á Helgu Vol.6 eru: Púlsvídd, Futuregrapher, Andartak, Bistro Boy, Steve Sampling, Daveeth,  Einar Indra, Mr. Signout, Larka, Sindri7000 , Subminimal, Tranquil, RK feat. Hidden Dragon Drunken Tiger, Gunnar Jónsson Collider og Hyldýpi. Möller Records þakkar samveruna á árinu og hlakkar til að halda áfram að miðla íslenskri raftónlist út í kosmósið.

Möllerrecords.com

Skrifaðu ummæli