JÓLALÖG FRÁ ÍSLANDI OG NORÐURLÖNDUNUM Í HEILLANDI ÚTSETNINGUM

0

hilda-orvars

Geisladiskurinn Hátíð með Hildu Örvars er kominn út. Að geisladisknum koma margir listamenn ásamt Hildu; Atli Örvarsson sér um að útsetja tónlistina á töfrandi hátt, Eyþór Ingi Jónsson leikur á orgel, Einar Scheving á slagverk, Greta Salóme á fiðlu, Ásdís Arnardóttir á selló og Kristján Edelstein á gítar. Upptökur og hljóðblöndun eru í höndum Steve McLaughlin.

4

Lögin á geisladisknum eru bæði vel þekkt jólalög og önnur minna þekkt frá Norðurlöndunum með nýjum íslenskum textum eftir Sigurð Ingólfsson. Það aldin út er sprungið, Nú árið er liðið, Hátíð fer að höndum ein, Jól og Betlehemstjarnan kalla fram minningar um angurværð liðinna jóla. Nú finn ég frið í hjarta, Bæn, Vetrarsálmur, Þá jólin koma og Kæra jólakvöld kveikja notalega Skandinavíska stemmingu. Heildarmynd plötunnar er friðsæl og fáguð þar sem hlustandanum er boðið í ferðalag um jól við heimskautsbaug.

Hljóðheimur jólalaganna á þessum geisladiski sameinar heillandi heim kvikmyndatónlistarinnar og þjóðlagatónlistar og niðurstaðan er einlæg og töfrandi með skínandi gleði, rétt eins og jólin sjálf.

Útgáfutónleikar verða í Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 1. desember kl 20:00 og Akureyrarkirkju sunnudaginn 4. desember kl 20:00. Miðasala er á tix.is og við innganginn, miðaverð 3500 kr.

Skrifaðu ummæli