JÓLAJAZZ Í DJÚPINU 21. DESEMBER

0
Anna Gréta og Silva

ANNA GRÉTA OG SILVA

Söngkonurnar Silva og Anna Sóley hafa haldið saman nokkra tónleika við góðar undirtektir. Í þetta sinn spilar Anna Gréta Sigurðardóttir með þeim á píanó. Spiluð verða íslensk og erlend jólalög í jazzútsetningum ásamt vel völdum standördum. Tónleikarnir verða í Djúpinu mánudagskvöldið 21. desember kl 20:00 og kostar 1000 kr. inn.

Silva og Anna Sóley stunda báðar nám við Tónlistarskóla FÍH en Anna Gréta útskrifaðist frá sama skóla vorið 2014 og stundar nú nám við Kungliga Musikhögskolan í Svíþjóð.

ANNA

ANNA SÓLEY

Djúpið er hópasalur á neðri hæð á veitingahúsinu Horninu við hafnarstræti í Reykjavík. Veitingahúsið Hornið opnaði árið 1979 og er enn í sinni upprunalegu mynd. Hornið er með ítölskum blæ og var fyrsti veitingastaðurinn í þessum stíl á Íslandi. Hornið er fjölskyldufyrirtæki með Jakob H. Magnússon og eiginkonu hans Valgerði Jóhannsdóttir fremst í flokki og nú hefur dóttir þeirra hún Ólöf tekið við eldhúsinu og er yfirmatreiðslumaður staðarins.

hornid

Djúpið var áður þekkt sem jazzklúbbur þar sem fram komu ýmsir þekktustu jazzleikarar á Íslandi. Jazzvakning hélt tónleika, spunameistarar frá Evrópu komu fram, Smekkleysu kvöld voru iðulega haldin í Djúpinu svo eitthvað sé nefnt. Staðurinn var vinsæll tónleikastaður vegna þess að hann þótti minna á stemminguna sem myndaðist á jazzklúbbum erlendis.

Comments are closed.