JÓLAGESTIR FORMANNSINS Á PALOMA 26. DESEMBER

0

GESTIR

Það verður sannkallað jólastuð á skemmtistaðnum Paloma 26. Desember þegar sjálfur Formaðurinn (Kári Þór Arnþórsson) blæs  til jólaveislu en þá fer fram Jólagestir Formannsins.
Veislustjóri kvöldsins er góðvinur Formannsins Óli Hjörtur en hann er landsmönnum góðkunnur þegar kemur að næturlífi borgarinnar.

Kári Þór Arnþórsson

Formaðurinn (Kári Þór Arnþórsson)

Dagskráin er alls ekki af verri endanum en þeir sem koma fram eru: Dj Margeir og Tommi White en þessir tveir prýðisdrengir sjá um stemmninguna á efri hæð Paloma ásamt Formanninum sem verður í sérstökum jólagír, en sérstök áhersla verður lögð á hús og disco tónlist.

Arnar og Frímann (Hugarástand)

Arnar og Frímann (Hugarástand)

Á neðri hæð Paloma verður klassíkin í fyrirrúmi en þá stíga goðsagnirnar þeir Frímann og Arnar en þeir hafa oft verið kenndir við Hugarástand. Kapparnir ætla að koma mannskapnum í gott hugarástand eins og þeim einum er lagið.

Margeir Steinar Ingólfsson

Margeir Steinar Ingólfsson

Hægt er að nálgast miða á Tix.is

Hugarástand – From Iceland With Love by Shhh…. Radio on Mixcloud

Comments are closed.