JÓLADÚETTINN CROON & SWOON SNÚA AFTUR Í LUCKY RECORDS ÞANN 23. DESEMBER

0
12314283_10156278579830082_3514875756486708207_o
Jóladúettinn Croon & Swoon (Daníel Hjálmtýsson og Benjamín Náttmörður Árnason) snýr aftur í Lucky Records við Rauðarárstíg þann 23.desember nk. en dúettinn hélt þar tónleika við góðan orðstír 11.desember sl. og mun flytja jólalög af gamla skólanum frá kl. 17.00 og fram á kvöld. Daníel og Benjamín færa sig svo um set og halda lokatónleika sína á Gauknum kl. 20.00 í bland við jólauppistand og almenna jólagleði. Þeir félagar ljúka þar með tónleikaröð sinni í Reykjavík þessa aðventuna en þeir hafa þá komið fram tíu sinnum á nítján dögum.
Daníel og Benjamín eru strax farnir að leggja drög að aðventunni 2016 og huga að enn stærri dagskrá og að verkefnið þroskist úr dúett í stærra verkefni á komandi tímum.

Comments are closed.