JÓLA HVAÐ? MOSI MUSIK, BB&BLAKE OG FEIGÐIN TRYLLA LANDANN Á BOSTON Í KVÖLD

0

14047309_1533185140032362_7787931259432163551_o

Jóla hvað? Hljómsveitin Mosi Musik ætlar að halda tónleika á Boston í kvöld fimmtudaginn 22. desember og fagna hátíð í bæ. Fram koma Mosi Musik, BB&BLAKE og Feigðin.

Mosi Musik kemur til með að spila fullt af nýju efni í bland við gamalt og sjá um að stemningin nái hámarki eins og þeim einum er lagið. Hljómsveitin gaf nýverið út partý smellinn „Weekend Out“ sem er fyrsta lagið sem heyrist af nýrri plötu sem kemur út á næsta ári.

BB&BLAKE.

Í tilefni af tíu ára afmæli BB&BLAKE munu þau koma saman og spila fyrir mannskapinn í jólagleðinni. Þetta er einstakt tækifæri til að sjá þennan magnaða dúett! Leikarinn og fyrrum GusGus maðurinn Magnús Jónsson og leikstjórinn Vera Sölvadóttir sem skipta BB&BLAKE.

mosiboston_coverphoto

Feigðin sér um að hita mannskapinn upp með ljúfum tónum.

Frítt er inn og hefjast tónleikarnir kl. 22.00.

http://www.mosimusik.com

Skrifaðu ummæli