JÖKULL JÚLÍUSSON ÚR KALEO SPURÐUR SPJÖRUNUM ÚR

0

NEW YORK, NY - AUGUST 10: JJ Julius Son of the band Kaleo attends AOL Build Presents JJ Julius Son of the band Kaleo discussing their new album at AOL HQ on August 10, 2016 in New York City. (Photo by Matthew Eisman/Getty Images)

Hljómsveitin Kaleo er heldur betur búin að slá í gegn en sveitin er um þessar mundir á tónleikaferðalagi til að fylgja plötunni A/B eftir. Fyrir skömmu náði sveitin fyrsta sæti á Alternative Billboards listans í Ameríku, hefur komið fram í fjölda svo kölluðum „Talk Shows“ og spilað fyrir mörg þúsund manns út um allan heim.

Jökull Júlíusson eða „JJ Julis son“ eins og hann er kallaður vestan hafs var í viðtali í viðtalsþættinum Build Series sem er á vegum AOL í Ameríku. Þættirnir eru afar vinsælir en mörg af stærstu nöfnum skemmtanabransans hafa setið þar fyrir svörum.

Jökull er spurður um Ísland, sönghæfileikana og auðvitað hljómsveitina sjálfa. Hér er á ferðinni skemmtilegt viðtal sem veitir manni enn meiri innsýn inn í velgengni mosfellingana!

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

 

Comments are closed.