JOHNNY BLAZE OG HAKKI BRAKES ERU KOMNIR AFTUR Á KREIK

0

Rafpopp dúóið, Johnny Blaze og Hakki Brakes eru komnir aftur á kreik og hafa sent frá sér tvö glæný tónlistarmyndbönd. Annað myndbandið er við nýtt lag sem ber heitið „WD-40″ en hitt myndbandið er við lagið „Feng Sví“ sem kom út á smáskífunni Vroom1 síðastliðinn desember.

Í myndbandinu við WD-40 notast þeir við 360° sýndarveruleika með fremur hrárri myndvinnslu og sýna fram á aukið aðgengi miðilsins.

Skrifaðu ummæli