JOHNNY AND THE REST SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „IT AIN´T EASY“

0

jar 1

„It Ain´t Easy“ er fyrsta lag af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar Johnny And The Rest. Sveitin sem löngum hefur verið tengd við blúsrokk með sækadelísku og jazzkenndu ívafi færir ykkur hér dansvænan þrælablús undir elektrónískum áhrifum. Þetta er blúsneskur Trójuhestur þar sem nokkrir af blúsfrösum bandsins í gegnum tíðina fá endurnýjun lífdaga svamlandi um í synthum og beati. Lagið var tekið upp og mixað í Stúdíó Geldinganesi af Guðmundi Þór Gunnarssyni og pródúserað af bandinu en Guðmundur er trommuleikari bandsins.

JAR_-_It_Ain't_Easy-ARTWORK-JOHNNY_ARTWORK_ITAINT

Johnny and the rest hefur verið starfandi með hléum allt frá árinu 2005 þegar strákarnir voru átján ára guttar sem hötuðu allt nýrra en frá 1970 og fóru að spila saman í skúr í Grafarvogi. Síðan þá hafa þeir gefið út tvær plötur, eina 2008 og þá næstu árið 2013. Á þessum árum hefur bandið orðið að hálfgerðri fjölskyldu auk þess sem meðlimir hafa mikið vasast í tónlist og tekið þátt í öðrum verkefnum og má þar helst nefna rappsveitina Epic Rain og folkpoppsveitina Lily Of The Valley.

Lagið mun vera frítt til niðurhals um komandi helgi á heimasíðu sveitarinnar www.johnnyandtherest.net

Comments are closed.