JÓHANN JÓHANNSSON HLAUT GOLDEN GLOBE Í NÓTT

0

johann-johannsson-4aa8921e4bfcd88b

Jóhann Jóhannsson hlaut Golden Globe í nótt fyrir tónlistina í The Theory Of Everything!


Jóhann Jóhannsson hlaut Golden Globe verðlaunin í nótt en hann samdi tónlistina fyrir myndina The Theory Of Everything.

Jóhann hefur lengi verið í tónlist en þar má meðal annars nefna hljómsveitina LHOOQ. Ásamt honum í bandinu voru Pétur Hallgrímsson og Sara Guðmundsdóttir. Einnig er hann einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar Apparat Organ Quarted svo fátt sé nefnt.

Jóhann hefur verið iðinn við kvikmyndatónlist allt frá árinu 2000 en þá gerði hann tónlistina í kvikmynd eftir Róbert Douglas (Íslenski Draumurinn) síðan þá hefur hann gert tónlist fyrir um tuttugu bíómyndir.

Við hjá Albumm óskum Jóhanni ynnilega til hamingju með þennan stóra áfanga og hann á án efa eftir að halda áfram á sigurbrautinni.

Comments are closed.