JÓFRÍÐUR ÁKADÓTTIR OG ÁSTA FANNEY HALDA TÓNLEIKA Á LOFT HOSTEL Í KVÖLD 11. FEBRÚAR

0
Jófríður Ákadóttir og Ásta Fanney halda tónleika á Loft Hostel í kvöld 11. Febrúar. Aðgangur ókeypis og hefjast tónleikarnir kl 21.00.
jj2

Jófríður Ákadóttir

Jófríður Ákadóttir tónlistarkona er meðlimur í hljómsveitunum Gangly, Samaris og Pascal Pinon. Hún nýlega byrjaði að sýna sitt fyrsta solo verkefni undir sínu eigin nafni og hefur verið að prufukeyra sig áfram með nýja hljóma ólíkt hinum verkefnum sínum. Undanfarið ár hefur hún verið á flakki um bandaríkin og englands að taka upp og vinna í fyrstu útgáfunni sinni undir nafninu JFDR og mun útgáfan líta dagsins ljós fyrir lok árs.
11265245_10204599452170471_4719584385076041954_n

Ásta Fanney

Ásta Fanney ljóðskáld og tónlistarkona kemur einnig fram. Hún er nýlega komin heim úr írlandsför þar sem hún var að spila víða og var við upptökur á nýju efni þar sem hún blandar saman kántrý og ljóðalist.

Comments are closed.