JOEY CHRIST FJALLAR UM KVÍÐA Á SINNI FYRSTU PLÖTU

0

Tónlistarmaðurinn Joey Christ eða Jóhann Kristófer Stefánsson eins og hann heitir réttu nafni hefur heldur betur verið að vekja á sér verðskuldaða athygli að undanförnu en hann sló nýlega í gegn með laginu „Joey Cypher.” Kappinn var að senda frá sér sína fyrstu plötu en hún ber heitið Anxiety City og inniheldur níu lög.

Platan er stútfull af algjörri snilld en hún er einskonar „concept” verk þar sem unnið er með kvíða, bæði hans eigin og annara! Eftir tæpa viku sendir kappinn frá sér mixteipið Joey en þar verður hann ásamt fríðu föruneyti og verður móðurmálið í forgrunni!

Hér er á ferðinni spikfeit plata sem á án efa eftir að hljóma í eyrum jarðarbúa um ókomna tíð!

Platan er fáanleg á Spotify:

Skrifaðu ummæli