JKB SPILAR KLASSÍSKT HOUSE Á HRAUN Í KVÖLD Í KJALLARA LAVA BARSINS

0

JKBJKB er listamaður sem hefur spilað undir hinum ýmsu nöfnum um árabil en hefur nú, enn og aftur, ákveðið að breyta til. Ástæðuna fyrir nafnabreytingunni segir JKB vera breyttar áherslur hjá honum sem listamanni.

„Sumir velja að hafa nöfn á verkefnum undir sama listamannsnafni, en ég kýs að snúa þessu við. Ég nota mikið af tilfinningum í mínum verkefnum, hvort sem um er að ræða tónverkin sjálf, þegar ég er á sviði að flytja verkin mín, eða að spila verk eftir aðra. Mér finnst gaman að skipta þessu svona niður, þá hefur hver kafli meira vægi fyrir mig. Ég er á mjög skemmtilegum stað í þessari ferð sem lífið er og hefur tónlistin mín að sjálfsögðu litast af því. Þannig að ég lofa mikilli gleði framundan.“
Eina tengingin við þennan listamann, eins og er, er í gegnum Like síðu hans á Facebook hér.
En eins og hann orðar það sjálfur: „þar sem þetta er tiltölulega nýtilkomið, þá er lítið að sjá eins og er, en ég er með nóg á prjónunum, svo að endilega fylgist með.“

JKB 2
JKB verður að spila klassískt House í bland við nýtt Í kjallara Lavabarsins, HRAUN, í kvöld laugardaginn 26. sept. ásamt Serotonin og Rubin K. á Slagverk.

Hægt er að skoða event síðuna nánar hér.

Serotonin

Comments are closed.