JIB SESSION OG SNJÓBRETTAPARTÝ Á ARNARHÓLI Í KVÖLD

0

mint 4

Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að Vetrarhátíðin hefst í dag en mikið af glæsilegum viðburðum verða víðsvegar um borgina alla helgina. Heljarinnar Jib Session snjóbrettamót fer fram á Arnarhóli í kvöld en það eru Skíðasvæði Höfuðborgarsvæðisins, Höfuðborgarstofa og Mintsnow  sem standa fyrir viðburðinum.

mint 2

Á staðnum verður sett upp reil, rör og box sem fengin eru frá Bláfjöllum. Burn trukkurinn og allar hans eldvörpur verður á staðnum. Arnar Leo þeytir skífum og Vífilfell býður upp á drykki fyrir gesti og gangandi.

mint

Hátíðin í fyrra var hin glæsilegasta og má því búast við miklu fjöri í kvöld, ekki láta þig vanta!

Comments are closed.