JAZZKLÚBBURINN MÚLINN OG JÓNSSON & MORE MEÐ TÓNLEIKA Í HÖRPU ANNAÐ KVÖLD

0

JONSS

Jazzklúbburinn Múlinn heldur ótrauður áfram og eru næstu tónleikar, þriðjudaginn 16. febrúar ekki af verri endanum þar sem fram kemur hljómsveitin Jónsson & More. Tríóið fagnaði útgáfu síns fyrsta geisladisks, No Way Out s.l. haust. Á disknum kennir ýmissa grasa, allt frá frjálsum spuna til lagrænna og íhugulla tónsmíða, diskurinn fengið hefur frábæra dóma gagnrýnenda bæði innan lands og utan. Bræðurnir Ólafur og Þorgrímur Jónssynir ásamt Scott McLemore sem hafa leikið saman síðan 2008 og ættu því ekki að klikka. Hægt verður að nálgast diskinn hjá hljómsveitarmeðlimum að tónleikum loknum.

múlinn

Spennandi vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur síðan áfram með 16 tónleikum sem fram fara flest miðvikudagskvöld til 11. maí á Björtuloftum, Hörpu. Múlinn er á sínu 19. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu.

Comments are closed.