JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR Í TUTTUGASTA OG SJÖUNDA SINN

0

JAZZ

Talið verður í Jazzhátíð Reykjavíkur í tuttugasta og sjöunda sinn miðvikudaginn 10.ágúst og mun jazzinn duna í Hörpu, heimili Jazzhátíðar, fram á sunnudagskvöldið 14. ágúst.

Frá upphafsárinu 1990 hefur hátíðin verið í senn uppskeruhátíð íslenskra jazztónlistarmanna sem og vettvangur til þess að kynna það besta sem er að gerast á sviði jazztónlistar á alþjóðlegum vettvangi. Hátíðin hefur vaxið stöðugt að umfangi og hlaut viðurkenningu sem „besti tónlistarviðburðinn“ á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2014.

TomasRSigridur_BaldurKristjans stór

Tónleikar og viðburðir á Jazzhátíð verða alls 30 talsins og alls munu hátt í 100 listamenn koma fram á hátíðinni, um þriðjungur þeirra erlendir gestir.

Undanfarin ár hafa daglegar jamsessionir fest sig í sessi í dagskrá hátíðarinnar og er árið í ár engin undantekning. Sessionirnar eru liður í dagskrár Budvarsviðsins en auk jamsessiona síðla kvölds má þar upplifa unga og upprennandi jazzkonur stíga á stokk með ný verkefni á Happy Hour. Sérstaklega er vert að benda á fjölskyldutónleika Gretu Salóme en hana þarf vart að kynna fyrir íslenskum tónlistarunnendum. Ókeypis er á alla viðburði Budvarsviðsins.

Einar Scheving

Jazzhátíð hefur lengi verið vettvangur fyrir samstarfsverkefni af ýmsum toga. Hátíðin í ár er þar engin undantekning og erlendir samstarfsaðilar íslenskra listamanna koma frá Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Litháen. Þar má nefna listamenn eins og Sigurð Flosason með verkefnið „Að enda veraldar“ í samstarfi við þýska víbrafónleikarann Stefan Bauer, dóttir Sigurðar hún Anna Gréta kemur með sænskt band í samvinnu við saxófónleikarann Håkon Broström, Ingi Bjarni Skúlason mætir með ferskan kvartett frá Konunglega tónlistarháskólanum í Haag, Sunna Gunnlaugs fær til sín þýska píanistan Julia Hülsmann og bandaríski stjórnandinn og útsetjarinn John Hollenbeck kemur og leiðir Stórsveit Reykjvíkur í gegnum eigið efni.

Bauer1

Á Jazzhátíð verða fernir útgáfutónleikar. Andrés Þór kynnir sinn nýja disk Ypsilon á fimmtudeginum en á sunnudeginum eru Secret Swing Society, Agnar Már Magnússon og Þorgrímur Jónsson allir með sína útgáfutónleika.

Jazzhátíð stendur fyrir komu erlendra hljómsveita og í ár koma listamenn frá Luxembourg, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Ísrael.

Comments are closed.