JANIS CAROL OG HLJÓMSVEIT Á MÚLANUM 28. APRÍL

0

Janis Carol

Næstu tónleikar Jazzklúbbsins Múlans fara fram fimmtudaginn 28. apríl á Björtuloftum í Hörpu. Á tónleikunum kemur fram söngkonan Janis Carol ásamt hljómsveit sinni. Janis Carol hefur um árabil starfað á söngleikjasenunni í London. Að þessu sinni ætlar hún ásamt hljómsveit að setja þægilegan snúning á gamla og góða jazz standarda og heiðra lögin með því að syngja þau eins og þau voru skrifuð og um leið minna okkur á hvers vegna við elskum þessa tónlist til að byrja með. Ásamt henni koma fram píanóleikarinn Sunna Gunnlaugs, Gunnar Hrafnsson sem leikur á bassa og trommuleikarinn Erik Qvick. 
Spennandi vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur síðan áfram með 16 tónleikum sem fram fara flest miðvikudagskvöld til 11. maí á Björtuloftum, Hörpu. Múlinn er á sínu 19. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is

Comments are closed.