JANE TELEPHONDA SENDIR FRÁ SÉR MYNDBAND VIÐ LAGIÐ „TRANSMUTED SALTNESS“

0

JANE 2

Hljómsveitin Jane Telephonda hefur sent frá sér myndband við lagið „Transmuted Saltness.“ Í myndbandinu fer leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson á kostum, en hann er þekktari fyrir að vera á bak við myndavélina.
Jane Telephonda skipa hjónin Ívar Páll Jónsson og Ásdís Rósa Þórðardóttir, en Ívar er kannski þekktastur fyrir að hafa samið konseptplötuna „Revolution In The Elbow Of Ragnar Agnarsson Furniture Painter,“ sem var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2014. Leikgerð plötunnar var sýnd í New York á síðasta ári.

JANE

Ásdís Rósa Þórðardóttir og Ívar Páll Jónsson

„Transmuted Saltness“ kemur út á stafrænu formi, á iTunes, Spotify og öðrum tónlistarveitum 27. nóvember, hjá indie-útgáfufyrirtækinu Mother West í New York. Einnig verður hægt að kaupa lagið beint af hljómsveitinni á janetelephonda.com og Facebook-síðu sveitarinnar.

Comments are closed.