JANE TELEPHONDA SENDIR FRÁ SÉR MYNDBAND VIÐ LAGIÐ „INTO THE LIGHT“

0

JANE

Hljómsveitin Jane Telephonda var að senda frá sér glænýtt myndband við lagið „Into the Light We Go.“ Lagið er töluvert frábrugðið fyrsta lagi sveitarinnar, „Transmuted Saltness,“ bæði tónlistarlega og myndrænt. Á einlægari nótum. Ef vel er að gáð má koma auga á heimsendi þarna í lokin!

JANE 2

Lagið og myndbandið fjallar um að öll erum við í sama bátnum og þessi vegferð endar eins hjá okkur öllum. Við vitum ekkert af hverju við erum hérna eða hvernig þessi veröld varð til. Það eina sem við getum vitað er að kærleikurinn er það sem gefur lífinu gildi. Og við eigum að nota tímann.

Leikstjóri myndbandsins er Gunnlaugur, aðstoðar leikstjóri er Hlynur Jónsson og söguna skrifaði Gunnlaugur Jónsson.

Plötuútgáfan Mother West sem staðsett er í Brooklyn í New York sér um útgáfuna.

Comments are closed.