JAÐAR ÍÞRÓTTAFÉLAG SENDIR TVO FULLTRÚA Á INTERNATIONAL CHILDRENS GAMES

0

international-childrens-games-in-innsbruck

Stórtíðindi voru í Íslenska snjóbrettaheiminum í dag þegar Jaðar Íþróttafélag sendi í fyrsta skipti tvo fulltrúa á International Childrens Games í Innsbruck í Austurríki. Ásgeir Örn Jóhannsson og Ástvaldur Ari Guðmundsson keppa í Bordercross og Slopestyle og ætla þeir sér alla leið.

Ásgeir og Ástvaldur

Ástvaldur og Ásgeir á leið til Austurríkis

Jóhann, Ásgeir og Ástvaldur héldu út til Austurríkis í gær en nýjustu fréttir eru að það kyngir niður snjó og eru kapparnir afar spenntir fyrir komandi dögum.
Þjálfari drengjanna er Jóhann Óskar Borgþórsson en hann er einn fremsti snjóbrettakappi landsins og hefur hann verið það í um þrjátíu ár.

ásgeir

Ásgeir Örn Jóhannsson

Hægt er að horfa hér á opnunarhátíðina og keppnina á vefnum en hún hefst kl 19:00 í kvöld og keppnin kl 10:00 í fyrramálið að Íslenskum tíma.
Lesið meira um keppnina hér

Við styðjum að sjálfsögðu okkar menn, Áfram Ísland!

Comments are closed.