JAÐAR ÍÞRÓTTAFÉLAG BERST FYRIR INNANHÚSAÐSTÖÐU Í ELLIÐÁRDAL

0

WoodwardCoper

Jaðaríþróttir eins og Snjóbretti, BMX, hjólabretti og Parkour svo fátt sé nefnt njóta mikilla vinsælda víðsvegar um heiminn og er Ísland þar engin undantekning. Sú staðreynd blasir við að hjólabretti er að verða ein stærsta íþrótt bandaríkjanna og keppnir eins og X-games og Street Leauge fá met áhorf í sjónvarpi. Lengi vel var litið á þessar íþróttir með hornauga en það er sem betur fer að breytast. Úti í hinum stóra heimi má finna hrikalega flottar aðstöður til að stunda allar þessar greinar og má þar helst nefna Woodward í Bandaríkjunum.

skate 1

Jaðar Íþróttafélag er um þessar mundir að berjast fyrir flottu húsnæði í Elliðárdal þar sem allar greinarnar geta verið undir einu þaki. Það er kominn tími á að jaðaríþróttir á Íslandi fái góða aðstöðu þar sem uppbyggilegt og styðjandi starf verður í boði. Það eru ekki allir sem finna sig í hópíþróttum en fá sína útrás í jaðrinum.

Snowflex-Barn-view

Jaðar Íþróttafélag mun bjóða upp á allskyns námskeið eins og t.d. tónlistarnámskeið, ljósmyndun, myndbandagerð og klipping svo fátt sé nefnt. Einnig verður kennsla í boði í þeim greinum sem húsnæðið bíður uppá.

Það er löngu tímabært að fá aðstöðu sem þessa þar sem krakkar á öllum aldri geta stundað sína íþrótt í öruggu umhverfi.

Látum þetta verða að veruleika og styðjum þetta flotta verkefni!

Greinar inn í húsnæðinu:

Bmx, Snjóbretti, Skíði, Parkour, Hjólabretti, Línuskautar, Hlaupahjól og Veggjaklifur.

Skráið ykkur í félagið með því að senda nafn og kennitölu í skilaboð á Facebook síðu Jaðar Íþróttafélag.

 

 

 

 

Comments are closed.