J DILLA FOUNDATION DEILIR MYNDBANDI FRÁ ÍSLENSKU SVEITINNI DILLALUDE

0

Dillalude - KexP - 2


Dillalude sem er skipuð þeim Benedikt Frey Jónssyni (Benna B-Ruff), Ara Braga Kárasyni, Magnúsi Tryggvasyni Elíassen og Steingrími Teague en Dillalude spilaði Live á Kex P á Airwaves 2014 við mikinn fögnuð viðstaddra enda snilldar band þarna á ferð. Dillalude spilar lög eftir hinn virta tónlistarmann J Dilla sem er einn virtasti og þekktasti Hip Hop Producer í heimi en hann hefur meðal annars unnið með stórstjörnum eins og A tribe Called Quest, De La Soul og Erykah Badu svo fátt sé nefnt.  Dillalude var sýndur mikill heiður þegar J Dilla Foundation deildi frammistöðu þeirra á facebook síðu sinni. Ekki á hverjum degi sem Íslenskum listamönnum er sýndur svona mikill heiður.

Albumm óskar Dillalude innilega til hamingju!

Comments are closed.