IVAN MENDEZ OG STEFÁN ELÍ GEFA ÚT POPPSPRENGJU

0

Ljósmynd: Diana Sus.

Félagarnir tveir voru að gefa út brakandi ferskt lag sem ber nafnið ,,Say You Love Me Now”. Lagið sömdu þeir í sameiningu og unnu einnig saman við að útsetja það.

,,Þetta hófst allt þegar Ivan sýndi mér stutta hljóðupptöku í símanum sínum af sér að spila á skemmdan skemmtara og syngja viðlagið. Sama dag fór ég heim með þennann stutta bút algerlega á heilanum og setti þá upp beinagrindina af laginu í flýti. Ég tók svo sjálfur upp versin mín og sendi fyrsta demo á hann sama kvöld.” – Stefán Elí.

Eftir þetta tóku þeir upp restina af söngnum í sameiningu og svo sá Haukur Pálmason um að hljóðblanda og hljómjafna lagið.

Ljósmynd: Diana Sus.

Stefán og Ivan hafa báðir verið að gefa út og vinna á fullu í efni í sitthvoru lagi en þetta er fyrsta lagið sem þeir semja í sameiningu.

,,Ég var búinn að vera með þetta demo í símanum mínum í nokkra mánuði áður en ég spilaði það fyrir Stefán. Ég vissi í rauninni ekkert hvað ég ætti að gera við hugmynda en þetta kom allt heim og saman þegar Stefán fór að hnoða þetta.” – Ivan Mendez.

Ivan gaf út lagið ,,Light Of New Day” með hljómsveitinni sinni Gringlo á dögunum og einning ábreiðu af laginu ,,Wild World” eftir Cat Stevens en Stefán Elí sendi frá sér lagið ,,Lost Myself” fyrir tveimur vikum.

Hér fyrir neðan má hlýða á lagið „Say you love me now.“

Skrifaðu ummæli