Íslensku tónlistarverðlaunin og Albumm.is kynna myndband ársins

0

Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn þann 14. mars næstkomandi í Silfurbergi í Hörpu. Albumm.is og Íslensku tónlistarverðlaunin leiða nú saman hesta sína og munu annast tilnefningar og val á Tónlistarmyndbandi ársins.

Í dag verða tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna gerðar opinberar og leitar Albumm.is aðstoð lesenda sinna við að velja Tónlistarmyndband ársins. Val almennings kemur til með að gilda til móts við val dómnefndar sem er skipuð af Albumm.is og stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Upp úr kl 16:00 í dag verður tilkynnt á Bryggjan Brugghús hverjir það eru sem hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2017. Hér fyrir neðan má sjá þau myndbönd sem tilnefnd eru í flokki myndband ársins 2017.

Þú kýst þitt uppáhalds myndband með því að skella á Like fyrir neðan myndbandið!


Blissful – Make it better / Myndband: Einar Egils.

Virkilega vel hugsað myndband sem fangar 90´s danstónlistar (rave) menninguna á íslandi. Lúkkar mjög vel og skemmtilegt fyrir augað!


Rj Skógar – Trophy Kid / Myndband: Rj Skógar.

Einstaklega vel gert og teiknað. Mjög skemmtilegur söguþráður sem margir eflaust kannast við. Það er greinilegt að mikill tími fór í myndbandið en hver rammi er hugsaður til hins ýtrasta.


Úlfur Úlfur – Bróðir / Myndband: Magnús Leifsson.

Hver rammi er þaulhugsaður og eru litirnir í myndbandinu einstaklega smekklegir. Bleiki reykurinn setur svo punktinn yfir i-ið!


Sóley – Úa / Myndband: Máni M. Sigfússon.

Fallegt myndband með fílíng frá þöglu mynda tímanum nema í nútímalegri búning. Hvert skot dregur mann inn í ótrúlega þægilegan hugarheim.


Högni – Komdu Með / Myndband: Máni M. Sigfússon.

Skemmtileg skipting á lýsingunni sem gefur sögunni skil á því sem er að gerast. Eins og ævintýri í draumaheimi.


Auður – I´d Love / Myndband: Auður og Ágúst Elí.

Hugmyndin er virkilega flott og vel hugsuð út fyrir kassann! Auður er virkilega flottur í myndbandinu og smellpassar þetta allt saman. Hvernig er þetta gert?


Vök – BTO / Myndband: Magnús Andersen.

Myndbandið nær að fanga áhorfandann, er sjónrænt og fallegt og djarfur takturinn er spunninn fagmannlega inn í myndbandið. Dáleiðandi.


Ólafur Arnalds – 0952 / Myndband: Eilífur Örn og Snark Films.

Hér má sjá lífið fangað þar sem myndavélin fylgir fjölskyldu við matarborðið. Samvera, hlýja og söknuður, hið mannlega ástand í takt við tímann og það sem hann ber í skauti sér. Allt fléttast þetta fullkomlega saman við stórbrotna tónlist Ólafs Arnalds.


Alexander Jarl – Hvort Annað / Myndband: Hawk Björgvinsson.

Virkilega fagamannlegt og vel úr garði gert myndband. Töff saga sögð sem er í fullkomnum takti við tónlistina og daðurslegan og svalan textann.


Fufanu – White Pebbles / Myndband: Snorri Bros.

Myndbandið er afar flott og passar svo sannarlega vel við lag og texta. Áferð og spennandi umgjörð er skemmtileg og nær vel töffara andrúmsloftinu sem umlykur lagið og hljómsveitina.


Skrifaðu ummæli