ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN FARA FRAM Í KVÖLD

0

Íslensku Tónlistarverðalunin fara fram í kvöld í Silfurbergi í Hörpu og óhætt er að segja að spennan er mikil! Árið 2016 var afar viðburðaríkt og hefur gróskan sjaldan verið meiri. Fjöldi platna litu dagsins ljós, mörg hundruð tónlistarmyndbönd þutu fram hjá augum okkar en einnig herjuðu þó nokkrir íslendingar á útlönd með góðum árangri!

Albumm.is tók þátt í því að velja myndband ársins ásamt því að leita til almennings í formi kosninga og fór kosningin fram úr okkar björtustu vonum! Mörg hundruð manns kusu en að sjálfsögðu er það aðeins eitt myndband sem stendur uppi sem sigurvegari. A.t.h. kosningu er lokið!

Tilnefningar til myndbands ársins.

Verðlaunahátíðin verður sýnd í beinni útsendingu í kvöld á Rúv 2 kl 19:00 og á  Rúv kl 20:00 og eru allir unnendur tónlistar hvattir til að horfa! Albumm.is mun veita verðlaun fyrir tónlistarmyndband ársins og hlakkar okkur mikið til! Kynnir kvöldsins er enginn annar en Dóri DNA!

Sjáumst í kvöld!

http://iston.is

Skrifaðu ummæli