Íslenskt fatamerki vinnur með bandarískum tískurisa

0

Ljósmynd: Xdeathrow.

Íslenska fatamerkið Reykjavík Roses og bandaríski tískurisinn Converse (í gegnum Converse á Íslandi) hafa nú leitt saman krafta sína og hannað sameiginlega fatalínu! Línan er virkilega glæsileg en Arnar Leó, Sturla, Konráð og Hlynur hafa unnið að henni í rúma tvo mánuði! Fatalínan fer í sölu á laugardaginn 5. Maí í versluninni Smash í Kringlunni.

Albumm náði tali af Arnari Leó og vsraði hann nokkrum léttum spurningum!


Hvenær hófst Reykjavík Roses ævintýrið og hvernig kom það til?

Reykjavík Roses byrjaði upprunalega sem frumkvöðlaverkefni í MS og voru það ég (Arnar) og sturla sem byrjuðum þetta en svo bættust við Konráð og Hlynur.

Ljósmynd: Xdeathrow.

Hverjar eru ykkar fyrirmyndir í tískunni og hvaðan sækið þin innblástur fyrir ykkar hönnun?

Innblásturinn kemur frá ótrúlegustu stöðum og sækjum við innblástur allstaðar frá.

Reykjavík Roses og tískurisinn Converse eru að senda frá sér sameiginlega fatalínu, hvernig kom það samstarf til og hvað er fatalínan búin að vera lengi í vinnslu?

Það var bara haft samband við okkur og hvort við höfðum áhuga á að gera collab, við vorum svo sannarlega til í það! Við erum búnir að vera að vinna í þessu í um tvo mánuði.

Ljósmynd: Xdeathrow.

Hvernig tilfinning er það að gera fatalínu með jafn stóru og rótgrónu fyrirtæki og Converse og opnar þetta ekki stórar dyr fyrir ykkur erlendis?

Tilfiningin er mjög góð og heldur betur opnar þetta stórar dyr erlendis.

Hvað er á döfinni hjá Reykjavík Roses og eitthvað að lokum?

Næst er bara að klára Summer 2018 línuna og byrja að vinna að Fall/Winter 2018!

Instagram

Skrifaðu ummæli