ÍSLENSKT FATAMERKI MEÐ TÖFF MÁLSTAÐ GERIR ÞAÐ GOTT

0

front

Front Clothing Group er tildurlega nýtt Íslenskt fatamerki en það hefur vakið mikla athygli síðan það var stofnað af þeim Stefáni Stefánssyni, Alexander Frey Indriðasyni og Trausta Sigurðssyni í Október sl.

Aðal áherslur fyrirtækisins er að hvetja fólk til að fara sínar eigin leiðir í stað þess að feta í fótspor annarra, að vera óhrædd/ur við að elta drauma sína, láta skoðanir annarra ekki hafa áhrif á sig, að vilja standa uppúr og vera stolt/ur af því eru áherslurnar sem lagðar eru á.

front-2

Mikið er um að vera hjá fatamerkinu en svokallaðir LongLine bolirnir eru vinsælastir hjá báðum kynjum, en sérstök kvenmannslínan er væntanleg strax í byrjun janúar. Hér má sjá Facebook síðu fatamerkisins en þar er einnig hægt að versla varninginn!

front-3

Meðfylgjandi er myndband sem tekið var upp á dögunum sýnir Ingvar Hauk Jóhannsson leika listir sínar fagmannlega á hjólabretti líkt og hann hafi aldrei gert neitt annað þar sem hann skartar framangreindum fatnaði. Ásgeir Þór Þorsteinsson sá um myndbandsupptöku, lagið er eftir FRONT Clothing Group.

Skrifaðu ummæli