ÍSLENSKIR HJÓLABRETTAKAPPAR RÚLLA UPP FÆLLEDPARKEN Í DANMÖRKU

0

Daði Snær. Ljósmynd/Brynjólfur Gunnarsson

Á dögunum héldu fjölmargir Íslenskir hjólabrettakappar leið sína til Danmerkur en það var til að fylgjast með og taka þátt í hjólabrettakeppninni CPH Open. Skeitað var á hverjum degi og að sjálfsögðu var kíkt í Fælledparken sem er einn stærsti og besti hjólabrettagarður Danmerkur.

Daði Snær. Ljósmynd/Brynjólfur Gunnarsson

Ásgeir Þór Þorsteinsson kíkti til Danmerkur og að sjálfsögðu tók hann kameruna með og úr varð eitt stykki myndband.

Þeir sem koma fram í myndbandinu eru: Sigurđur Ómarsson, Ólafur Benediktsson, Hilmar Þór Hreinsson Dađi Snær Haraldsson, Sigurđur Rósant og að sjálfsögðu Ásgeir Þór Þorsteinsson.

Hér er á ferðinni virkilega skemmtilegt myndband og djöfull eru íslensku skeitararnir að massa þetta!

http://cphopen.com/2016-2/

Comments are closed.