„ÍSLENSKA ÞJÓÐIN MUN SKÍTA Á SIG AF GLEÐI”

0

Önnur þáttaröðin af Steypustöðinni hefst á stöð 2 í kvöld og er fyrsti þátturinn í opinni dagskrá! Það eiga eflaust margir eftir að sita límdir við skjáinn í kvöld og hlæja af sér rassgatið enda engin furða, eitthvað segir okkur að þetta verði drepfyndið!

Rapparinn og leikstjórinn Ágúst Bent leikstýrir herlegheitunum og svaraði hann nokkrum laufléttum spurningum um þættina!


Steypustöðin hefst í kvöld, hvernig leggst það í þig og eru þættirnir búnir að vera lengi í vinnslu?

Það leggst ótrúlega vel í mig. Ég held að íslenska þjóðin muni skíta á sig af gleði. Þessi þáttaröð byrjaði í vinnslu fljótlega eftir að sú síðasta kláraðist, skrifin fóru svo á fullt skrið síðasta sumar og skotið um haustið.

Hvernig er að framleiða þætti eins og Steypustöðina, eru ekki allir í hláturskasti allan daginn?

Já, það er örugglega flissað meira en hjá verðbréfaeftirlitinu eða eitthvað. En það þarf samt að passa að það sé ekki of mikið stuð. Það kostar svita og tár að skaffa.

Ljósmynd: Arró.

Hvernig verða atriðin til og er erfitt að útfæra þau í tali og mynd?

Þetta eru kappsamir kappar sem ég er að vinna með, svo að miklar nákvæmisvinnu er krafist. Einhver kemur með pælingu, hún er rædd, annar ritar. Svo eftir svona þrjú rewrites er komið skot handrit sem er samt ekki haldið heilagt á setti. Svo erum við oft að breyta gríninu enn meira í eftirvinnslunni. Þannig að hver djókur fer í gegnum fimm grín síur áður en hann lendur í trýninu á þeim sem heima situr.

Við hverju má fólk búast í kvöld og eitthvað að lokum?

Fólk má búast við veislu fyrir eyru og augu. Það er ekki nokkurn skapaður hlutur að lokum. Eða jú, fáið ykkur Stöð 2!

Skrifaðu ummæli