Íslensk tónlist herjar á Eurosonic

0

Tónlistarhátíðin Eurosonic er á næsta leiti en hátíðin fer fram í Groningen í Hollandi, en þetta er tónlistarráðstefna og hátíð þar sem helstu útvarpsstöðvar og tónlistarhátíðir Evrópu koma saman. til að ráða ráðum sínum og sjá athyglisverða nýja tónlist frá hinum ýmsu evrópulöndum.

Þess má geta að Ísland var fókus land árið 2015 en þá fóru nítján tónlistarverkefni út á hátíðina, auk pallborða og fyrirlestra um íslenska tónlist og tónlistargeirann, sem þykir nokkuð sérstakur á alþjóðamælikvarða.

Í ár verða veitt ný evrópsk tónlistarverðlaun inni á hátíðinni sem bera nafnið “Music Moves Europe Talent Award” eða MMETA, en verðlaunaafhendingin fer fram miðvikudagskvöldið 16. janúar við hátíðlega athöfn í Groningen. Reykjavikurdætur eru á meðal vinningshafa en sveitin mun einnig koma fram í stóra tjaldinu á torginu í Groningen.

Einnig koma þessi íslensku atriði fram á hátíðinni í ár:

Briet, Hugar, Uné Misère , Hildur , Kælan Mikla og Hatari.

Skrifaðu ummæli