ÍSLENSK PÍKA EÐA SINNEP

0

Hljómsveitin Sinnep er tiltölulega ný af nálinni en er nú þegar farin að valda talsverðum usla! Meðlimir sveitarinnar eru alíslensk en eru búsett í Noregi og komu þau fram á sínu fyrsta giggi nú um helgina sem leið. Tónleikarnir fóru fram á MIR ó Osló og hitaði listakonan Berglind Ágústsdóttir mannskapinn upp!

Viðar Hákon Gíslason eða Viddi eins og hann er iðulega kallaður segir að meðlimir Sinnep voru alltaf að hittast í barnaafmælum og voru þau öll hrikalega þyrst í að búa einhvað skemmtilegt til.

Albumm.is náði tali af Vidda og svaraði hann nokkrum spurningum um þetta stórskemmtilega og forvitnilega band!


Hvenær var hljómsveitin Sinnep stofnuð og hvernig kom það til?

Sinnep er hljómsveit sem stofnuð var í byrjun árs 2017 (febrúar) af sex Íslendingum sem allir búa í Noregi. Hljómsveitin varð eiginlega stofnuð eftir að við hittumst alltaf reglulega í barnaafmælum og vorum öll hrikalega þyrst í að búa einhvað til. Tónlist var það sem við vildum gera þrátt fyrir að 3 í bandinu séu klárlega með myndlist sem aðal grein. Eiginlega má rekja upphafið til þess að flest okkar höfðum verið með í að stofna kvikmyndagerðafélag sem fékk nafnið Laukur og gerir stuttmyndir og músíkvídeó. Allavega þá stein lá þetta og við hentum í gang.

Hvernig tónlist spilið þið og hvaðan fáið þið innblástur fyrir ykkar tónlistarsköpun?

Stemningin og umræðurnar sem sköpuðust alltaf þegar við hittumst áður en við stofnuðum hljómsveit var einfaldlega þannig að við urðum að tékka á þessu. Það var svo ákveðið að til að ná almennilegum fókus þá voru settar fastar æfingar og það kom strax í ljós að þetta small saman. Við þurftum ekki á nokkurn hátt að útskýra eða spjalla mikið um hvað við ætluðum að gera, það fóru bara strax að renna fram lög. Eitt nýtt lag á hverri æfingu er mjög eðlilegt hjá Sinnepi, það kemur bara. Þetta er fáránlega gaman og geggjuð spennandi orka í gangi.

Nú eruð þið búsett í Noregi, hvernig er tónlistarsenan þar í samanburði við tónlist á Íslandi?

Þótt maður vilji alls ekki móðga neinn þá er það bara öðruvísi fyrir okkur að vinna með Íslendingum. Íslenska hefðin sem hefur skapast í sambandi við t.d. tónlist er einhvernvegin svo lifandi, allir geta gert allt, fólk vinnur með allskonar músík á íslandi, allir hjálpa öllum og það eru nánast engin takmörk.Íslendingar líta á tónlist sem listform. Maður finnur fyrir því að viðhorfið til tónlistar í Noregi er öðruvísi. Hér eru oft gæði mæld í plötusölu eða já hvort þú sándar eins og einhver í útlandinu og bla bla, (ern auðvitað er líka margt fínt í gangi).

En já Íslendingar hugsa öðruvísi. Í augum Norðmanna eru íslendingar álitnir sem litli nett klikkaði, spennandi frændinn sem getur allt, nema farið vel með peninga. Við elskum að vera litli nett klikkaði spennandi frændinn sem getur allt, nema farið vel með peninga og fundum vel fyrir því á fyrsta gigginu að það er fínt að við tökum það að okkur.

Hvaðan kemur nafnið Sinnep og eitthvað að lokum?

Nafnið Sinnep kom vegna þess að það kom hugmynd um að kalla bandið Penis, en það var kanski riský bara uppá þegar fólk fer að googla og svona svo þá var ákveðið að spegla orðinu Penis og þá heitir bandið Sinep. En það var svo Íslenskað og úr varð Sinnep. Þegar allt kemur til alls þá er merkingin sem sagt „Inverteraður Íslenskur Penis Aka Íslensk píka eða Sinnep.“

Hér fyrir neðan má hlýða á demó af laginu „Dracula.“

Skrifaðu ummæli