ÍSLANDSVINURINN SASHA SIEM GAF ÚT SÝNA FYRSTU PLÖTU „MOST OF THE BOYS“ ÞANN 2. MARS

0
Album Artwork thumbnail
Norsk-enska tónlistarkonan Sasha Siem gaf út sína fyrstu plötu „Most Of The Boys“ þann 2. mars síðastliðinn. Platan tengist Íslandi sterkum böndum en um pródúseringu, hljóðblöndun- og jöfnun sá Valgeir Sigurðsson í hljóðverinu Gróðurhúsinu.
Sasha Press Shot
Sasha Siem er jafnframt Íslandsvinur mikill og bjó um tíma hér á landi auk þess að vera sérstök áhugakona um íslenskar bókmenntir.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem parið vinnur saman, en tónlistarkonan söng eitt aðalhlutverk verksins Wide Slumber sem Valgeir samdi tónlistina við og var frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík í fyrra. Einnig munu þau koma fram saman á tónleikum 25. mars næstkomandi á Lexington í London.

Arnar Eggert skrifaði stutta grein um tónlistarkonuna sem hægt er að lesa hér.

Comments are closed.