ÍSLANDSVINUR HEIMSÆKIR KLAKANN

0
mark-ljosmynd-brian-sweeney

Mark kemur fram á Iceland Airwaves í ár. Ljósmynd/Brian Sweeney

Skoski tónlistarmaðurinn Mark W. Georgsson var að senda frá sér glænýtt lag sem nefnist „Oh My Dear Friend.“ Lagið er aðeins ein mínúta og fimmtíu og tvær sekúndur og má lýsa sem hröðu kántrí rokki! Áður sendi kappinn frá sér lagið „The Ballad Of The Nearly Man/Söngur hins mædda manns“ en þar naut hann aðstoðar söngkonunnar Sigríðar Thorlacius og tónlistarmannsins Arnars Guðjónssonar.

mark-2

Bæði lögin verða á væntanlegri plötu tónlistarmannsins Faces And Places en hún er tekin upp bæði í Edinburgh, Mull og á Íslandi en það er enginn annar en Rod Jones úr hljómsveitinni Idlewild sem útsetur plötuna.

Íslandsvinurinn Brian Sweeney sá um alla grafík og ljósmyndun en hann er mikill snillingur og hefur komið víða við á viðburðarríkum ferli!

Mark kemur fram á Iceland Airwaves í ár en hægt er að berja hann augum í versluninni Icewear Laugavegi. 91, kl. 18:00.

Comments are closed.