ÍSLANDSTRÍÓ RICHARD ANDERSSON Á MÚLANUM Í KVÖLD 19. APRÍL

0
RichardAnderssonTrio
Næstu tónleikar Jazzklúbbsins Múlans fara fram í kvöld þriðjudag 19. apríl á Björtuloftum í Hörpu. Á tónleikunum kemur fram Íslandstríó danska bassaleikarans og íslandsvinarins Richard Andersson. Tríóið mun fara vítt og breytt um sviðið með dagskrá bæði frumsaminna og þekktra verka. Ásamt Richard koma fram saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson og Matthías M.D. Hemstock sem leikur á trommur.
Spennandi vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur síðan áfram með 16 tónleikum sem fram fara flest miðvikudagskvöld til 11. maí á Björtuloftum, Hörpu. Múlinn er á sínu 19. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. 
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is

Comments are closed.