Ísland, Frakkland og San Francisco – Bomarz er kominn á kreik!

0

Tónlistarmaðurinn Bomarz eða eða Bjarki Ómarson eins og hann heitir réttu nafni var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „San Francisco.” Lagið er hans fyrsta undir nafninu Bomarz en þar skapar hann tónlist með hinum ýmsu listamönnum bæði hérlendis og erlendis.

Kappinn er ekki einsamall í laginu en franska söngkonan Kinnie Lane ljáir laginu rödd sína og er útkoman vægast sagt frábær! Að sögn Bjarka og Kinnie hefur farið mjög mikil vinna í herlegheitin og eru þau afar ánægð að geta loksins leyft umheiminum að njóta.   

 plötuumslagið gerði Kanadíski listamaðurinn Jason Hollens. Lagið var tekið upp á Íslandi og í Frakklandi en myndbandið var tekið upp í frakklandi og San Francisco. Margir skemmtilegir hlutir eru á döfinni hjá Bomarz en við segjum nánar frá því síðar!

„San Francisco” er einnig komið á Spotify.

Instagram

Skrifaðu ummæli