ÍRIS SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „NEWBORN FIRE“

0

íris

Tónlistarkonan Íris Hrund Þórarinsdóttir, sem gengur undir listamannsnafninu ÍRiS, skapar dulúðuga raftónlist, sem gjarnan er tvinnuð saman við lifandi hljóðfæri á borð við hörpu og kalimbu. Röddin hefur veigamikið hlutverk og leiðir tónlistina áfram, með lagrænum söng ásamt lúppum og effektum sem skapa síbreytilegan hljóðheim og framlengingu á raddsviðinu.  ÍRiS gaf út hljómplötuna Penumbra við góðar undirtektir í lok árs 2013 en sú plata inniheldur að miklu leyti akústískar útsetningar. Lagið „Daybreak“ hlaut til að mynda nokkra spilun í útvarpsmiðlum landsins og hlaut plötuútgáfan umfjöllun bæði hérlendis sem og erlendis. Í kjölfar Penumbra hefur ÍRiS snúið sér að raftónlist og leggur þannig línurnar fyrir framhaldið.

ÍRiS var að senda frá sér lagið Newborn Fire og frumflutti hún lagið á Rás 2 á dögunum.

LINKAR:

http://irismusiciris.com/

https://www.facebook.com/irismusiciris

https://twitter.com/irismusiciris

https://irismusiciris.bandcamp.com/

 

Comments are closed.