ÍRIS OG BLÁSKJÁR LEIÐA SAMAN HESTA SÍNA

0

BláskjárogÍris

Á morgun Fimmtudaginn 4.  febrúar munu tónlistarkonurnar ÍRiS og Bláskjár leiða saman hesta sína á Loft Hostel. Þær eiga það sameiginlegt að vera báðar í hljómsveitinni Grúska Babúska. Á Loft Hostel munu þær þó flytja sólóverk sín sem tilheyra nýjum sem og væntanlegum útgáfum.

DSC_0370 2

BLÁSKJÁR

Bláskjár  er  hliðarsjálf  og  sólóverkefni  tónlistarkonunnar  Dísu  Hreiðarsdóttur.  Tónlist  Bláskjás  er   blanda  af  akústískri  og  elektrónískri  alþýðutónlist,  þar  sem  áhersla  er  lögð  á  að  segja  sögur  og   túlka  tilfinningar. Tónlistarkonan  gaf  út  tvær  smáskífur  á  síðasta  ári  og  hefur  sú  seinni,  Silkirein,   vakið  mikla  athygli  og  var  meðal  annars  valin  “íslenska  lag  ársins  2015”  á  tónlistarblogginu   Rokmusic  ásamt  því  að  komast  inná  lista yfir  150  bestu  lög  ársins  hjá  tónlistarblogginu  Beehype.   Bláskjár  leggur  nú  lokahönd  á  stuttskífu  sína,  As  I  pondered  these  things,  sem  kemur  út  í  febrúar.

12038310_887755177959351_4657156929364758026_n

ÍRiS

Tónlistarkonan  ÍRiS  (Íris  Hrund  Þórarinsdóttir)  skapar  dulúðuga  raftónlist  með  draumkenndu  ívafi. Röddin,  sem  lýst  hefur  verið  sem  dökkri,  svífandi  og  dínamískri,  leiðir  tónlistina  áfram  með   lúppum  og effektum  sem  skapa  framlengingu  á  hljóðheimi  raddarinnar.  ÍRiS  á  að  baki   hljómplötuna  Penumbra,  sem  kom  út  árið  2013  við  góðar  undirtektir,  en  nafnið  vísar  í  það  þegar   algjört  myrkur  og  ljós  mætast.  Þegar  andstæður í  tónlist  mætast.  Nýjar  rafrænar  útsetningar   marka  sport  að  nýrri  stefnu  og  leggja  drög  að  næstu  útgáfu  sem  og  að  hljómleikaferðalagi  um   England  á  komandi  vikum.

Tónleikarnir  hefjast  kl.  21:00  og  er  aðgangur  ókeypis. Nánar um tónleikana hér

Comments are closed.