INTROBEATZ OG ÁSKELL Í BEINNI FRÁ KAFFIBARNUM

0

Útvarpsþátturinn PartyZone verður á sínum stað í kvöld en í þetta sinn verður spiluð upptaka frá gærkvöldinu á hinum margrómaða skemmtistað, Kaffibarnum!

Það eru engir viðvaningar sem standa vaktina í þetta sinn en það eru plötusnúðarnir og tónlistarmennirnir Intr0beatz og Áskell. Báðir kapparnir hafa „masterað“ plötuspilarana og taktfastari menn er erfitt að finna! Það má svo sannarlega búast við þykkum bassa, fljótandi hljóðbylgjum og dúndrandi fjöri þetta laugardagskvöldið!

Ekki hika við að stilla tækin ykkar á Xið-977 kl 22:00 í kvöld en einnig er hægt að hlýða á þáttinn hér.

Skrifaðu ummæli