Insomnia frá Neskaupstað sendir frá sér plötuna Addictoin

0

Hljómsveitina Insomnia frá Neskaupstað er skipuð þeim Hauki Stein og Stefáni Inga. Fyrir ekki svo löngu sendu þeir frá sér plötuna Addictoin, en öll lögin á plötunni voru samin fyrir um tveimur árum en á svipuðum tíma hætti hljómsveitin þegar trommari hljómsveitarinnar hætti. Hljómsveitin kom svo aftur saman nú í vor.

„Við byrjuðum að spila sem annað band og þá trommaði Stefán Ingi sem syngur og spilar á gítar. Þannig við ákváðum að við myndum taka þessa plötu upp og Stefán myndi þá tromma líka.“ – Haukur Steinn

Búast má við meira efni á næstuni en kapparnir eiga helling inni og eru að semja á fullu. Platan er tekin uppi í Hljóðverk hjá Einari Vilberg.

Skrifaðu ummæli